Bestu vefir sveitarfélaga í Bretlandi

Nýlega var kynnt skýrsla um bestu vefi sveitarfélaga í Bretlandi. Skýrslan er ekki ósvipuð úttekt SJÁ og forsætisráðuneytisins á innihaldi, nytsemi og aðgengi opinberra vefja og gefur ágæta hugmynd um t.d. hvernig ástand í rafrænni stjórnsýslu, meðferð gagna og nytsemi vefja er þar í landi. Ekki var þó fjallað um aðgengi bresku vefjanna.

Continue reading


Námskeið í aðgengismálum

Hin vinsælu námskeið í aðgengismálum hefjast aftur með haustinu. Aðgengismál fatlaðra að Netinu er sífellt að verða fyrirferðarmeira í umræðunni enda ættu allir notendur að hafa tækifæri til að nálgast upplýsingar á vefjum sem og að hafa tækifæri til að taka þátt í málefnum líðandi stundar til jafns á við aðra.

Continue reading


SJÁ í Morgunblaðinu

Viðtal birtist í Morgunblaðinu í gær (sunnudaginn 6. Júlí) við Sigrúnu Þorsteinsdóttur, aðgengissérfræðing hjá SJÁ. Þar er farið yfir stuttlega yfir feril Sigrúnar, stöðu íslenskra vefja í aðgengismálum miðað við nágrannalönd, viðhorf fyrirtækja og stofnana til aðgengismála og fleira. Viðtalið við Sigrúnu á PDF sniði (86 kb). Skjalið er aðgengilegt skjálesurum en ef þið lendið í einhverjum vandræðum með lestur skjalsins endilega látið okkur vita og við sendum ykkur skjalið um hæl á öðru sniði.


Hin fjögur V

Fyrir nokkrum mánuðum síðan greindum við frá því að nýr vefur BBC væri kominn í loftið. Endurhönnun vefjarins þykir hafa heppnast einstaklega vel. Nú er að koma í ljós að vefur BBC fór 36 milljónir punda fram yfir kostnaðaráætlun. Ástæðan segja þeir liggja hjá „lélegri stjórnun“ og að „yfirsýn yfir fjármál hafi ekki verið nægilega markviss“. Hmmm. Maður skyldi ætla það. En hvað er hægt að gera til að kostnaður fari ekki langt fram úr?
Continue reading


Mozilla Firefox útgáfa 3 kominn út

Víst er að margir eru spenntir yfir því að prófa nýjustu útgáfu Mozilla Firefox vafrans. Reyndar eru þeir nokkrir sem ekki gátu beðið og hafa fengið nasaþefinn af nýjustu útgáfunni með því að vera með Beta (tilrauna) útgáfu í notkun. Látið hefur verið vel af útgáfu 3 og lofa Mozilla Firefox menn meðal annars  bættu öryggi, meiri hraða og allt að 15 þúsund lagfæringum og breytingum.Firefox styður nú einnig 50 tungumál.

Continue reading