Bandaríkin hafa leitt stefnur og strauma í aðgengismálum að vefsíðum og alls kyns miðlum og tækni síðustu árin, sérstaklega hvað varðar löggjöf og staðla. Nokkur mál hafa farið fyrir dómstóla og í öllum tilvikum hefur fatlaður vefnotandi unnið málið.
Category: Forsíða
Bestu vefir sveitarfélaga í Bretlandi
Nýlega var kynnt skýrsla um bestu vefi sveitarfélaga í Bretlandi. Skýrslan er ekki ósvipuð úttekt SJÁ og forsætisráðuneytisins á innihaldi, nytsemi og aðgengi opinberra vefja og gefur ágæta hugmynd um t.d. hvernig ástand í rafrænni stjórnsýslu, meðferð gagna og nytsemi vefja er þar í landi. Ekki var þó fjallað um aðgengi bresku vefjanna.
Námskeið í aðgengismálum
Hin vinsælu námskeið í aðgengismálum hefjast aftur með haustinu. Aðgengismál fatlaðra að Netinu er sífellt að verða fyrirferðarmeira í umræðunni enda ættu allir notendur að hafa tækifæri til að nálgast upplýsingar á vefjum sem og að hafa tækifæri til að taka þátt í málefnum líðandi stundar til jafns á við aðra.
Að sannfæra viðskiptavin um að kaupa vöruna þína á Netinu
Notendur trúa ekki öllu sem þeir sjá eða heyra, þeir fara ekki á vef og kaupa dýran hlut án þess að gera svolitla rannsóknarvinnu fyrst. Þeir lesa umsagnir, þeir bera saman, þeir skoða stjörnugjöf, þeir spyrja vini og vandamenn o.fl. Webcredibles setti fram 7atriði sem hjálpa til við að sannfæra notendur um að kaupa það sem þú ert að selja.
Straumar og stefnur
SJÁ rakst á ferð sinni um Netið um daginn á vefinn WebDesignerWall. Þarna má finna það sem þeir telja heitast í listrænu vefútliti. Það má auðvitað alltaf deila um fegurð og smekk en engu að síður er gott að skoða það sem er í gangi, fá hugmyndir og hugljómanir.
SJÁ í Morgunblaðinu
Viðtal birtist í Morgunblaðinu í gær (sunnudaginn 6. Júlí) við Sigrúnu Þorsteinsdóttur, aðgengissérfræðing hjá SJÁ. Þar er farið yfir stuttlega yfir feril Sigrúnar, stöðu íslenskra vefja í aðgengismálum miðað við nágrannalönd, viðhorf fyrirtækja og stofnana til aðgengismála og fleira. Viðtalið við Sigrúnu á PDF sniði (86 kb). Skjalið er aðgengilegt skjálesurum en ef þið lendið í einhverjum vandræðum með lestur skjalsins endilega látið okkur vita og við sendum ykkur skjalið um hæl á öðru sniði.
Hin fjögur V
Fyrir nokkrum mánuðum síðan greindum við frá því að nýr vefur BBC væri kominn í loftið. Endurhönnun vefjarins þykir hafa heppnast einstaklega vel. Nú er að koma í ljós að vefur BBC fór 36 milljónir punda fram yfir kostnaðaráætlun. Ástæðan segja þeir liggja hjá „lélegri stjórnun“ og að „yfirsýn yfir fjármál hafi ekki verið nægilega markviss“. Hmmm. Maður skyldi ætla það. En hvað er hægt að gera til að kostnaður fari ekki langt fram úr?
Continue reading
Mozilla Firefox útgáfa 3 kominn út
Víst er að margir eru spenntir yfir því að prófa nýjustu útgáfu Mozilla Firefox vafrans. Reyndar eru þeir nokkrir sem ekki gátu beðið og hafa fengið nasaþefinn af nýjustu útgáfunni með því að vera með Beta (tilrauna) útgáfu í notkun. Látið hefur verið vel af útgáfu 3 og lofa Mozilla Firefox menn meðal annars bættu öryggi, meiri hraða og allt að 15 þúsund lagfæringum og breytingum.Firefox styður nú einnig 50 tungumál.
World Usability Day – Dagur notendavæni 2008
Um allan heim hefur verið haldið upp á Dag notendavæni eða World UsabilityDay árlega síðan 2006. Það árið voru um 40 þúsund manns sem héldu upp á daginn í 175 borgum í 35 löndum. SJÁ hefur að sjálfsögðu verið þátttakandi frá upphafi og hefur markað daginn með ýmsu móti.
Að segja það sem við meinum
Hafið þið einhvern tímann hugleitt hversu frábrugðin orðin sem þið notið í Google eru því sem þið raunverulega eruð að leita eftir? Þessu veltu þeir á Giraffe Forum fyrir sér á dögunum.
Continue reading