Tíu dæmi um sniðuga notkun á Google

Google er jafn ómissandi flestum netnotendum eins og dekk eru bíl. Það geta fáir hugsað sér tilveruna án þessarar mögnuðu leitarvélar. Það eru jú fleiri leitarvélar í boði en lang flestir kjósa að nota þessa einföldu en kraftmiklu leitarvél. Það sem kannski ekki allir vita er að það má nota Google á svo marga vegu. Maður getur t.d. notað Google sem orðabók, götukort, reiknivél, gjalmiðlareikni o.fl., o.fl. New York Times tók saman 10 sniðug not fyrir Google sem gaman er að rifja upp.


Áhugaverð pæling um notendavæni samfélagsvefja

Webcredibles leyfir sér að efast um að Facebook sé sá samfélagsvefur sem er hvað notendavænastur af þeim sem í gangi eru í dag. Samt eru þetta niðurstöður úttektar sem þeir gerðu. Við hjá SJÁ leyfum okkur að efast líka en það er þó ekki um auðugan garð að gresja. Facebook er vinsælastur þessara vefja og líklegt að vinsældir hafi áhrif á hvað fólk metur sem notendavænt. Það kemur á óvart að Linkedin sé töluvert neðar á lista því hann er einn besti vefurinn í þessum flokki að mati SJÁ. Það er áhugaverð pæling að notendur þessara vefja eru yfirleitt að nota þá í frítíma sínum eða þegar þeir hafa tíma og vilja/nenna að læra á vefinn (ekki undir tímapressu) og eru því sáttari við það þó að vefirnir séu ekki fullkomnir. Gott dæmi um þetta er Myspace sem er eins og samansafn af öllu því slæma sem getur komið fyrir vef.


Að borga og brosa (eða fara í fýlu)

Usability.com birti á dögunum grein á vef sínum um hvernig best er að haga greiðsluferli í vefverslunum. Það er nokkuð ljóst að þetta ferli má bæta á svo mörgum vefjum og er sá hlekkur sem hvað oftast er brotinn en er einn sá mikilvægasti. Það er oft eins og eigendur vefjanna hugsi með sér að fyrst að notendur eru komnir þetta langt, að setja vöruna í körfu, séu þeir hólpnir. Það er þó ekki svo og allt of oft sem notendur hætta við á síðustu stundu því greiðsluferlið er of flókið, óskýrt, tekur of langan tíma, notendum er hent út af vefnum (vegna tímamarka) o.fl., o.fl. Þó að greinin sé skrifuð með bandarískar vefverslanir í huga er hér margt sem er algilt og flestir geta tekið sér til fyrirmyndar.


Engar vísbendingar í reitum takk

UXMatters tekur hér á viðfangsefni sem er í raun leifar af gömlum tímum. Hér áður fyrr var þess krafist af alþjóðlegum gátlistum varðandi aðgengi, að texti væri alltaf í reitum forma. Þetta var mikilvægt fyrir skjálesara til að finna reitina. Þetta atriði er í raun algjörlega úrelt skjálesaranna vegna en hefur samt ekki verið útrýmt. Það eru þó skiptar skoðanir varðandi það hvort að þessi texti sé gagnlegur eða til trafala fyrir notendur. Continue reading