Ef þú vilt fylgjast með því hvar notendur smella helst á vefsíðunni þinni gæti ClickHeat hugbúnaðurinn verið fyrir þig. Hugbúnaðurinn er opinn (open source) og hann má niðurhala án endurgjalds. ClickHeat útbýr eins konar “hitasvæði” (heatmap) sem segir til um hvar heitustu/köldustu svæðin á vefsíðunni eru. Heitustu svæði segja ekki endilega til um vinsælustu svæðin en geta gefið góða vísbendingu um “týnt efni” svo dæmi sé tekið.
Ný heimasíða Krabbameinsfélags Íslands
Úr fréttatilkynningu Krabbameinsfélagsins
Heilbrigðisráðherra opnar nýja heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra opnaði í dag nýja og endurbætta heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands að viðstöddum stjórnendum og starfsfólki félagsins. Heimasíðan er mikilvægt tæki fyrir þá sem leita upplýsinga um krabbamein og sem þurfa að nýta sér þjónustu Krabbameinsfélagsins.
Nokkrar mýtur um aðgengismál á Netinu
Nokkrar mýtur um aðgengismál á Netinu: Aðgengilegir vefir eru einungis textasíður án mynda. Ekki satt. Fatlaðir einstaklingar nota ekki Netið. Ekki satt. Aðgengismál og notendavæni eru tveir aðskildir hlutir og fylgjast ekki að. Ekki satt….. Hljómar eitthvað af þessu kunnuglega? Góð vísa er aldrei of oft kveðin svo við hvetjum ykkur til að lesa eftirfarandi grein á vef System Concepts
Leitarvélarusl
Við þekkjum öll hvernig er að leita eftir ákveðnum orðum á Google og fá upp vefsíðu sem við fyrstu sýn virðist nokkurn veginn það sem við leituðum að. Svona vefsíða getur innihaldið öll helstu lykilorðin sem tengd eru þessu ákveðna orði sem við leituðum eftir, með mikið af upplýsingum, tenglum og að því er virðist gagnlegu innihaldi. Við nánari athugun hins vegar kemur í ljós að við vorum göbbuð.
Continue reading
Einu sinni var…
Lengi má gott bæta og á það ekki síst við um vefsíður, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt af vef Telegraph.
35 góðar upplýsingasíður um „wireframes“
Það er alltaf eitthvað áhugavert hægt að finna á vef Smashing Magazine. Nú síðast birti veftímaritið 35 bestu upplýsingasíðurnar, að þeirra mati um ”Wireframes”.
Jakob Nielsen í Twittinu
Jakob Nielsen, nytsemisgúrú er komin á fullt í Twittið (Twitter) þ.e. hann notar miðilinn til að segja frá því sem er á döfinni hjá honum. Í nýjasta fréttabréfi sínu bendir hann á hvernig best er að haga smáskilaboðum sem þessum svo þau geri sem mest gagn.
Ísland í tölum
Á vef Ísland.is má finna nýjustu afurð Datamarket en hún er unnin í samvinnu við forsætisráðuneytið. Verkefnið nefnist Ísland í tölum og má þar finna yfirlit yfir helstu hagstærðir Íslands á einum stað. Reglulega flott framtak sem við viljum hvetja sem flesta til að skoða. Þó þyrfti að bæta aðgengi að upplýsingum fyrir suma notendur (t.d. fyrir þá sem eru blindir) en þar hallar aðeins á.
Nördahugtökin útskýrð
Í vefbransanum eru endalaust á flugi sömu orðin og skammstafanirnar og þó margir viti nákvæmlega hvað þau þýða (eins og t.d. WYSIWYG sem þýðir What You See is What You Get) þá er alltaf gott að rifja upp það helsta. Vefsíðan CSS tricks hefur tekið saman lista yfir helstu heiti og skammstafanir sem nördarnir nota. Gott tækifæri til að virka með á nótunum eftir sumarfrí!
Tuttugu pottþéttar leiðir til að gera vefsíðu nokkuð ömurlega
Oft er jafn skemmtilegt að lesa um hvað maður á ekki að gera, eins og hvað maður á að gera. Á vef WebdesignDev er einmitt grein sem fjallar um 20 leiðir til að gera vefsíðu nokkuð ömurlega. Þar eru sígild atriði eins og að vera með Splash síðu (kynningarsíðu áður en sjálfur vefurinn opnast), að útbúa vefinn í Flash eingöngu, vera með tónlist í bakgrunni, nota forljóta liti og margt fleira skemmtilegt. Bráðsniðug lesning.