Gerry McGovern skrifar ansi áhugaverða pistla sem gaman er að lesa og pæla í. Síðasti pistill hans kallast í beinni þýðingu Vefurinn þinn getur blómstrað í kreppunni sem ætti að fá flesta til að leggja við hlustir.
Continue reading
Íslenskt hugvit gegn glæpum
Nýverið birtist áhugaverð frétt á mbl.is og víðar í Netheimum. Fréttin var um fyrirtækið Eff2 Technologies og hugbúnað þeirra sem sérhannaður er í baráttunni gegn barnaklámi og viðlíka efni.
10 bestu innri vefirnir 2009 að mati Jakob Nielsen og SJÁ á hlut að máli í einum þeirra!
Innri vefir eru alltaf að verða betri, stærð teymanna sem við þá vinna stækkuðu um 12% á árinu 2008 og meira fé er lagt í innri vefina en áður hafði verið gert. Meðalfjöldi starfsmanna sem höfðu umsjón með innri vefjum voru 6 starfsmenn árið 2001 en eru um 14 nú 8 árum síðar. Þetta kemur fram í nýjustu grein Jakobs Nielsen um bestu innri vefina 2009 (úttektin er framkvæmd 2008 og er alþjóðleg). Svo skemmtilega vill til að SJÁ kom að mótun og uppbyggingu eins af vefjunum í verðlaunasæti þetta árið.
Continue reading
Gleðileg jól
SJÁ óskar viðskiptavinum og öðrum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.
Mikilvægi endurgjafar í umsóknarferlum
Í nýlegu fréttabréfi sínu benda Webcredibles menn á mikilvægi þess að endurgjöf til notenda við að fylla út form og umsóknir sé dregin fram. Á þessu atriði hefur SJÁ oftar en ekki hamrað í skýrslum sínum enda er nánast óþolandi þegar notandi veit ekki hvar hann er t.d. staddur í umsóknarferli. Er hann staddur í skrefi 1 af 15 eða skrefi 1 af 2?
Vefur S24 vottaður aðgengilegur
Nýlega var vefur S24 vottaður aðgengilegur af SJÁ og Öryrkjabandalagi Íslands. Fékk vefurinn vottun um forgang 1 og 2. Vottun um forgang 1 er lágmarkskrafa sem gerð er verðandi aðgengi á vefsíðum.
Continue reading
Nýr vefur Gegnis vottaður aðgengilegur
Nýlega var vefur Gegnis vottaður aðgengilegur af SJÁ og Öryrkjabandalagi Íslands. Fékk vefurinn vottun um forgang 1 og 2. Vottun um forgang 1 er lágmarkskrafa sem gerð er verðandi aðgengi á vefsíðum.
Continue reading
Segul-magnað viðmót
Við hjá SJÁ rákumst á þessa frábæru hugmynd fyrir viðmótshönnuði. Það er endalaust hægt að vesenast með forrit til að teikna upp viðmót en stundum er eins og tölvuskjárinn og forrit sem eru hönnuð til að hægt sé einmitt að..hanna… séu beinlínis heftandi. Þetta er því hin skemmtilegasta lausn og er tvímælalaust jólagjöfin í ár fyrir viðmótssérfræðinga!
Þú ert ekki viðskiptavinurinn
Við skönnum ekki vefsíður…við veljum ákveðna hluta vefjarins til að lesa. Þetta er fyrirsögn nýlegrar greinar af vef Giraffe. Í greininni lýsir höfundur prófunum með vef fyrirtækis og staðsetningu efnis á vefsíðu. Af þeim 15 sem tóku þátt var aðeins einn sem sá efnið í meginmáli. Aðrir annað hvort skoðuðu vinstri dálk eða fóru í leitina.
Vel heppnuð ráðstefna Iceweb 2008
Vel heppnaðri ráðstefnu Iceweb 2008 lauk á föstudaginn og var afar góður rómur gerður að fyrirlesurum og erindum þeirra. Húsfyllir var báða dagana og er ljóst að þó lægð sé yfir landinu og ekki í veðurfarslegum skilningi hefur aldrei verið meiri þörf en nú að líta í átt til skýjanna og spá í þær breytingar sem framundan eru.