Jólamarkaður Smugunnar/Opið hús

Íbúar Smugunnar ætla að bjóða gestum og gangandi á jólamarkað þann 5. desember frá kl 12-17. Á jólamarkaðinum mun kenna ýmissa grasa og verður m.a. flóamarkaður, myndlist, ljósmyndasýning, heimagert jólaskraut og fleiri upplagðar jólagjafir. Látið sjá ykkur og grípið vini og aðra með inn úr kuldanum.


Ellefu leiðir til að hafa áhrif á Netnotendur

Það er alltaf gaman þegar hægt er að hafa óbein áhrif á hegðun fólks, þ.e. án þess að það sé beinlítis meðvitað um það að verið sé að hafa áhrif á t.d. hvort það smelli frekar á tengil A eða B á vefsíðunni. DoshDosh tók saman 11 aðferðir sem nota má í þessum tilgangi og eru þær skemmtilegar aflestrar. Það er einnig áhugavert að margar aðferðanna eru þær sömu og rekast má á í daglegu lífi þ.e. í stórmörkuðum (afslættir og tilboð, vara að verða uppseld, staðsetning o.fl.). Margar kunnuglegar aðferðir má lesa um þarna því stjórnendur innkaupavefsíðunnar Amazon eru auðvitað meistarar í þessum fræðum.


World Usability Day 2009

Í dag er dagur nytseminnar, eða World Usability Day 2009. Þema dagsins í ár er Hönnun fyrir sjálfbæran heim.
Hægt er að skoða upplýsingar um ýmislegt sem er í gangi í tilefni dagsins á World Usability Day vefnum.  Sem dæmi má nefna útsendingar ýmissa viðtala við lykilfólk í bransanum. Kíktu á, það er örugglega eitthvað við allra hæfi.


Masterclass Gerry McGovern í notendamiðaðri vefstjórnun

Samtök vefiðnaðarins, SVEF, bjóða vefstjórum, markaðsstjórum, vörustjórum og öðrum ábyrgðarmönnum vefsvæða á Íslandi upp á masterclass í notendamiðaðri vefstjórnun (e. Top-Task management) fyrir vefi frá einum færasta sérfræðingi heims á þessu sviði, Gerry McGovern. Námskeið Gerry McGovern eru löngu orðin víðfræg um heim allan og hentar sérstaklega vel þeim sem bera ábyrgð á innri-, þjónustu-, sölu- og markaðssvefjum.

Við viljum vekja athygli á því að miðasala er hafin. Ekki missa af þessu tækifæri!!!!
Continue reading


Heitir reitir á vefsíðunni þinni

Ef þú vilt fylgjast með því hvar notendur smella helst á vefsíðunni þinni gæti ClickHeat hugbúnaðurinn verið fyrir þig. Hugbúnaðurinn er opinn (open source) og hann má niðurhala án endurgjalds. ClickHeat útbýr eins konar “hitasvæði” (heatmap) sem segir til um hvar heitustu/köldustu svæðin á vefsíðunni eru. Heitustu svæði segja ekki endilega til um vinsælustu svæðin en geta gefið góða vísbendingu um “týnt efni” svo dæmi sé tekið.