Við rákumst á þetta bráðskemmtilega tól um daginn. Fyrir alla þá sem eru í litapælingum fyrir vefi þá má leika sér endalaust með samsetningar hér.
Author: aslaug
Næsta bjórkvöld Svefs: Mobile vefir!
Framundan er spennandi bjórkvöld hjá SVEF. Taktu frá fimmtudagskvöldið næstkomandi, 26. febrúar frá kl 20:30. Umræðuefni kvöldsins tengist farsímavefjum en undanfarin misseri hafa sífellt fleiri farsímavefir verið að líta dagsins ljós.
9 algeng mistök í notendavæni
Smashing Magazine birti nýlega lista yfir 9 algeng mistök í notendavæni. Þau ná t.d. yfir of lítið svæði til að smella á (erfitt að hitta á tengil), flókna uppsetningu síðna sem eykur á erfiðleika notenda til að skanna upplýsingar, óvirka tengla, ekkert leitarsvæði, löng skráningarform og fleira. Þetta eru ekki endilega þessi hefðbundnu mistök í notendavæni en engu að síður áhugaverð grein að lesa.
10 góð ráð fyrir skrif á vefinn
Á vef webdesignerdepot.com má finna áhugaverða grein um skrif fyrir vefinn. Þar gefa þeir 10 góð ráð varðandi það hvernig stílfæra má texta fyrir vef en einnig með leitarvélar í huga.
Verkefnin vantar ekki – ef við leggjum saman krafta okkar!
Á vef Hjálmars Gíslasonar má finna ýmiss konar skemmtilegar pælingar um ástandið í þjóðfélaginu í dag á mannamáli. Hjálmar er frumkvöðull og hugsar sem slíkur. Í kreppunni er nefnilega mikilvægt að búa til tækifæri, nýta þau sem fyrir eru og vinna saman að því að búa til verðmæti. Segja má að samlegðaráhrif skipti hér öllu máli því nýta mætti ónýtta krafta forritara eða vefhönnuða til þess að bæta vefi og vefkerfi. Hvernig væri að slá þessum kröftum saman? Hjálmar rekur skemmtilegar hugmyndir á síðu sinni sem við við hvetjum ykkur til að lesa enda eiga þær fullt erindi til okkar.
Námskeið í Vefstjórnun
Sjá og FagMennt Opna háskólans bjóða upp á hagnýtt námskeið í vefstjórnun sem hefst í febrúar 2009. Kennt verður í Háskólanum í Reykjavík á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 16:30 til 19:30. Námskeiðið er 51 klukkustund í heildina.
Continue reading
Úrslit íslensku vefverðlaunanna
Í gærkvöldi voru Íslensku vefverðlaunin 2008 veitt í Listasafni Reykjavíkur að lokinni vel heppnaðri vefráðstefnu SVEF. Hátt á annaðhundrað vefir voru tilnefndir til þátttöku og veitt voru verðlaun og viðurkenningar í alls átta flokkum.
Ráðstefna og Vefverðlaunin
Skráning er nú í fullum gangi á Veflausnir, ráðstefnu SVEF um vefmál sem verður haldin í dag, föstudaginn 30. janúar kl. 14 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Ráðstefnan er haldin í tengslum við Íslensku vefverðlaunin 2008 en verðlaunaathöfn mun fara fram að lokinni ráðstefnunni. Við hvetjum alla til að mæta á fróðlega ráðstefnu og auðvitað verðlaunaafhendinguna líka! Ókeypis er á ráðstefnuna fyrir félagsmenn SVEF.
Vefir tilnefndir til íslensku vefverðlaunanna 2008
Þá er komið að því! Dómnefnd SVEF hefur komið sér saman um þá vefi sem tilnefndir eru til íslensku vefverðlaunanna 2008. Við hvetjum alla til að skoða tilnefnda vefi. Á listanum má sjá margverðlaunaða vefi sem og glænýja vefi inn á listann. Segja má að fjölbreytt flóra vefja sé tilnefnd að þessu sinni og eykur það auðvitað á spennuna fyrir vikið!
Enska er ekki það sama og enska
Jakob Nielsen kemur inn á skemmtilegan punkt í nýjasta pistli sínum á Alert Box þ.e. hvenær eigi að nota ameríska ensku (American English) og svo breska ensku (British English). Við Íslendingar þurfum reyndar lítið að velta fyrir okkur þessu vandamáli og þó, við sem þjóð höfum gert víðreist í Netheimum og er þetta því mál sem líklega snertir mörg okkar.