Webcredibles í Bretlandi hefur tekið saman nokkra punkta varðandi algeng mistök þeirra sem sjá um aðgengismál vefja en við hjá SJÁ rekumst einnig oft á sams konar mistök hér á landi. Continue reading
Author: aslaug
Gleðilegt nýtt ár
SJÁ óskar viðskiptavinum og öðrum gleðilegs nýs árs og vonar að nýja árið verði öllum gjöfult og gott.
Nýárskveðja
SJÁ
Aðgengileg útgáfa komin á vefinn
Aðgengileg útgáfa skýrslunnar: Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007? er nú komin á vefinn.
Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007 – hádegisfundur
SJÁ og forsætisráðuneytið stóðu fyrir hádegisfundi á Grand Hotel í dag. Kynntar voru niðurstöður úttektarinnar Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007. Húsfyllir var og víst að fjölmargir eru spenntir að kynna sér niðurstöður nánar. Hægt er að sækja nánari upplýsingar um niðurstöður einstakra vefja á UT vefnum sem og skýrsluna sjálfa (á pdf sniði). Skýrslan á aðgengilegu sniði fyrir skjálesara verður sett inn á morgun.
Future of Mobile ráðstefnan, London
Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá SJÁ sótti á dögunum Future of Mobile ráðstefnuna í London sem haldin var á vegum carsonified.com. Ráðstefnan fjallaði um innihald vefja á farsímum, vandamál, kosti, strauma, stefnur og framtíð og var afar áhugaverð. Sérstaklega var hún áhugaverð út frá umræðum og spurningum sem þar fóru fram.
Ráðstefnan User Experience 2007
Þær Hólmfríður Vilhjálmsdóttir og Droplaug M. Jónsdóttir sérfræðingar hjá SJÁ eru nýkomnar heim frá Barcelona en þar sóttu þær námskeið og fyrirlestra á vegum NN group en í forsvari fyrir þeim hópi er Jakob Nielsen.
Continue reading
Blindrasýn: Aðgengi á Netinu
Grein um aðgengi á netinu eftir Sigrúnu Þorsteinsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu
Continue reading
Vefur Veðurstofu aðgengilegastur
Grein um aðgengisvottun vefs Veðurstofu Íslands sem birtist í Morgunblaðinu
Continue reading
World Usability Day – 8. nóvember
Í dag er World Usability Day eða Dagur nytsemi. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 2005 en markmiðið er að vekja athygli á nytsemi og hversu mikilvægt það er að hanna vefi með þarfir og væntingar notenda í huga (sjá www.worldusabilityday.org). Í tilefni dagsins birtist í Morgunblaðinu í dag grein eftir þær Áslaugu Friðriksdóttur og Jóhönnu Símonardóttur frá Sjá.
Continue reading
SJÁ opnar mobile vef (vef á farsíma)
Sigrún Þorsteinsdóttir frá SJÁ, hélt fyrirlestur á ráðstefnu SKÝ um Netið í vasanum þann 30. október síðastliðinn. Þar fjallaði Sigrún um þær efnislegar takmarkanir sem fylgja litlum skjám en einnig möguleikum sem felast í farsímavefjum og vefjum á öðrum flökkutækjum.
Continue reading