Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007 – hádegisfundur

SJÁ og forsætisráðuneytið stóðu fyrir hádegisfundi á Grand Hotel í dag. Kynntar voru niðurstöður úttektarinnar Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007. Húsfyllir var og víst að fjölmargir eru spenntir að kynna sér niðurstöður nánar. Hægt er að sækja nánari upplýsingar um niðurstöður einstakra vefja á UT vefnum sem og skýrsluna sjálfa (á pdf sniði). Skýrslan á aðgengilegu sniði fyrir skjálesara verður sett inn á morgun.


Future of Mobile ráðstefnan, London

Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá SJÁ sótti á dögunum Future of Mobile ráðstefnuna í London sem haldin var á vegum carsonified.com. Ráðstefnan fjallaði um innihald vefja á farsímum, vandamál, kosti, strauma, stefnur og framtíð og var afar áhugaverð. Sérstaklega var hún áhugaverð út frá umræðum og spurningum sem þar fóru fram.

Continue reading


World Usability Day – 8. nóvember

Í dag er World Usability Day eða Dagur nytsemi. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 2005 en markmiðið er að vekja athygli á nytsemi og hversu mikilvægt það er að hanna vefi með þarfir og væntingar notenda í huga (sjá www.worldusabilityday.org). Í tilefni dagsins birtist í Morgunblaðinu í dag grein eftir þær Áslaugu Friðriksdóttur og Jóhönnu Símonardóttur frá Sjá.
Continue reading