Ef þið hafið áhuga á Eye Tracking aðferðinni þá er hér grein sem ekki má missa af. Eye Tracking (fylgst með hvert augu notenda leita helst á vefsíðu) var notuð á alls kyns form eins og t.d. hjá Google Mail, Hotmail, Ebay og fleiri form og fylgst með hvernig notendur fylltu þau út, hvaða upplýsingar skiptu máli, hvað var til trafala o.fl.
Jólamarkaður Smugunnar/Opið hús
Íbúar Smugunnar ætla að bjóða gestum og gangandi á jólamarkað þann 5. desember frá kl 12-17. Á jólamarkaðinum mun kenna ýmissa grasa og verður m.a. flóamarkaður, myndlist, ljósmyndasýning, heimagert jólaskraut og fleiri upplagðar jólagjafir. Látið sjá ykkur og grípið vini og aðra með inn úr kuldanum.
Áhugaverð frétt um áherslur í rafrænni stjórnsýslu
Á vef mbl.is var nýverið að finna afar áhugaverða frétt um áherslur í rafrænni stjórnsýslu innan OCED ríkjanna.
Ellefu leiðir til að hafa áhrif á Netnotendur
Það er alltaf gaman þegar hægt er að hafa óbein áhrif á hegðun fólks, þ.e. án þess að það sé beinlítis meðvitað um það að verið sé að hafa áhrif á t.d. hvort það smelli frekar á tengil A eða B á vefsíðunni. DoshDosh tók saman 11 aðferðir sem nota má í þessum tilgangi og eru þær skemmtilegar aflestrar. Það er einnig áhugavert að margar aðferðanna eru þær sömu og rekast má á í daglegu lífi þ.e. í stórmörkuðum (afslættir og tilboð, vara að verða uppseld, staðsetning o.fl.). Margar kunnuglegar aðferðir má lesa um þarna því stjórnendur innkaupavefsíðunnar Amazon eru auðvitað meistarar í þessum fræðum.
World Usability Day 2009
Í dag er dagur nytseminnar, eða World Usability Day 2009. Þema dagsins í ár er Hönnun fyrir sjálfbæran heim.
Hægt er að skoða upplýsingar um ýmislegt sem er í gangi í tilefni dagsins á World Usability Day vefnum. Sem dæmi má nefna útsendingar ýmissa viðtala við lykilfólk í bransanum. Kíktu á, það er örugglega eitthvað við allra hæfi.
Niðurstöður WebAIM: Skjálesarar
Í dag birti WebAIM niðurstöður könnunar á notkun skjálesara. Ótalmörgum spurningum varðandi aðgengi og þá sem nota skjálesara í daglegu lífi er svarað. Nauðsynlegur lestur fyrir þá sem hafa áhuga á skjálesurum og hvernig notendur nota þá, hvað þeir kjósa og hvað þeim líkar illa. Þó að niðurstöðurnar eigi við um Bandaríkin aðallega gefa þær ágæta yfirsýn. Sérlega áhugavert!
6 mistök til að forðast í notendavæni vefja í farsímum
Notendavæni (usability) er ekki einungis mikilvæg á vefjum í tölvum okkar heldur einnig á vefjum farsíma. Allt of oft gleymist að prófa nytsemi farsímavefja og er það miður þar sem umferð eykst stöðugt „on the go“ og vont þegar t.d. tenglar virka ekki, ekki hefur verið gert ráð fyrir mismunandi vöfrum o.s.frv.
Masterclass Gerry McGovern í notendamiðaðri vefstjórnun
Samtök vefiðnaðarins, SVEF, bjóða vefstjórum, markaðsstjórum, vörustjórum og öðrum ábyrgðarmönnum vefsvæða á Íslandi upp á masterclass í notendamiðaðri vefstjórnun (e. Top-Task management) fyrir vefi frá einum færasta sérfræðingi heims á þessu sviði, Gerry McGovern. Námskeið Gerry McGovern eru löngu orðin víðfræg um heim allan og hentar sérstaklega vel þeim sem bera ábyrgð á innri-, þjónustu-, sölu- og markaðssvefjum.
Við viljum vekja athygli á því að miðasala er hafin. Ekki missa af þessu tækifæri!!!!
Continue reading
Samantekt yfir ráðstefnur
Smashing Magazine hefur tekið saman ítarlegan lista yfir ráðstefnur þær sem skipulagðar hafa verið í tengslum við vefmál eins og t.d. forritun, viðmót og útlitshönnun. Þarna má finna ráðstefnur af öllum stærðum og gerðum um allan heim og það er alveg ljóst að öllu árinu væri hægt að eyða í að hoppa á milli þeirra.
Litblinda eða litskerðing
Litskerðing er ekki það sama og litblinda sem er afar villandi lýsing á því að hafa skerta litasjón. Í daglegu tali eru þó flestir sem tala um litblindu og eru allir settir undir sama hatt til einföldunar.
Continue reading