Tölvupósturinn (ef miðað er við lítil fyrirtæki) er enn þá ein áhrifaríkasta leiðin til markaðssetningar. Hún er ódýrari, mælanlegri og áhrifaríkari en póstur sem fer hina hefðbundnu leið. Samkvæmt könnunum skilar auglýsingaherferð í tölvupósti þrisvar til fimm sinnum þeirri upphæð sem lagt var í herferðina. Mikilvægt er þó að forðast augljósar villur því þær hafa verulega slæm áhrif á hversu vel tekst til. Í nýrri og áhugaverðri grein frá e-consultancy er að finna nokkur atriði sem hafa ber í huga þegar forðast á mistök við markaðsetningu með tölvupósti:
Grein frá SJÁ um innri vefi í Morgunblaðinu
Nýlega birti Jakob Nielsen grein um tíu innri vefi sem valdir voru bestir árið 2008 í vikulega veftímariti sínu Alertbox, en undanfarin ár hefur hann framvæmt ítarlega úttekt og samanburð á innri vefjum fyrirtækja. Þrjú fjármálafyrirtæki eru á listanum en þau verja óhemju fjármagni til þess að vinnulag og samskipti séu sem skilvirkust og hagkvæmust. Flest fyrirtækin á listanum eru mjög stór, með að meðaltali 50.000 starfsmenn. Á listanum er þó ein lítil stofnun, Samgönguráðuneyti Nýja Sjálands með 200 starfsmenn. Þetta eru áhugaverðar fréttir fyrir Ísland og sýnir að smærri fyrirtæki og opinberar stofnanir ættu að sjá tækifæri í góðum innri vefjum. Fríða Vilhjálmsdóttir tók saman efni þessarar greinar og birtist umfjöllun hennar nýverið í Morgunblaðinu.
Bestu innri vefir 2008 – samantekt
Grein Fríðu Vilhjálmsdóttur um bestu innri vefina 2008 að mati Jakob Nielsen. Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. febrúar 2008
Continue reading
Nielsen: Minni gróði út frá nytsemi
Jakob Nielsen er ekki mikið fyrir að gera lítið úr skilvirkni aðferða sinna og því kom nokkuð á óvart að nýjasta grein Nielsen fjalli um minni gróða af því að beita aðferðum úr heimi nytsemi (e. usability measures) við endurhönnun á vefjum. Þegar betur er að gáð hins vegar má lesa að Jakob mælir að sjálfsögðu með því að nytsemisaðferðir séu notaðar og að það að leggja lítinn hluta fjármagns í endurhönnun vefja, mun samt skila miklum hagnaði.
Vefir í úrslitum Íslensku vefverðlaunanna 2007
Samtök vefiðnaðarins (SVEF) kynnir þá vefi sem dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna 2007 hefur valið til úrslita í hverjum flokki. Vefverðlaunin 2007 verða veitt á Hótel Sögu 1. febrúar næstkomandi og hefst dagskráin með hanastéli kl. 17:00. Fyrr um daginn stendur SVEF fyrir ráðstefnu um vefmál þar sem úrval innlendra og erlendra fyrirlesara munu halda erindi og sitja fyrir svörum.
Ráðstefnan hefst kl. 15:00 og er aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn SVEF, en aðgangseyrir er kr. 5.000 fyrir utanfélagsmenn.
PayOffline – Netverslun án greiðslu á Netinu
Í áhugaverðri grein frá E-Consultancy kemur fram að 18% viðskiptavina á Netinu telja að of áhættusamt sé að greiða fyrir vörur á Netinu. Það er því mögulegt tækifæri á markaðnum vegna þeirra sem gjarnan vilja greiða fyrir vöru sem þeir sjá á Netinu, annars staðar. Continue reading
SJÁ sjö ára!
SJÁ fagnar 7 ára afmæli sínu í dag. Fyrirtækið var stofnað árið 2001 af Áslaugu Friðriksdóttur, Jóhönnu Símonardóttur og Sirrý Hallgrímsdóttur en þaðan er meðal annars nafnið SJÁ komið þó nafnið tákni líka víðsýni og innsýn í þau verkefni sem SJÁ tekur sér fyrir hendur. Fyrirtækið var fyrst til húsa við Ingólfsstræti en hefur nú flutt sig um set á Klapparstíg 28 í rýmra og betra húsnæði.
Viðmótsérfræðingar: Besta starfið 2008
US News og World Report birta á hverju ári yfirlit yfir bestu störfin í síbreytilegri flóru þeirra starfa sem í boði er. Fyrir 2008 fá störf í viðmótsgeiranum (usability og user experience) hæstu einkunn. Hvers vegna? Jú, viðmótssérfræðingar tryggja að vörur, sérstaklega tæknivörur séu auðveldar og þægilegar í notkun.
SJÁ í ritrýndri bók: E-Learning: 21st Century Issues and Challenges.
Sigrún Þorsteinsdóttir sérfræðingur í aðgengismálum hjá SJÁ hefur fengið grein birta í ritrýndri bók sem ber heitið E-Learning: 21st Century Issues and Challenges.
Listi Nielsen yfir 10 bestu innri vefina 2008
Vefgúrúinn Jakob Nielsen hefur tekið saman lista yfir 10 bestu innri vefina fyrir árið 2008. Þess má geta að tveir starfsmenn SJÁ hlýddu á Jakob á dögunum og fræddust meðal annars um innri vefi. Continue reading