Í nýjasta pistli sínum fjallar Gerry McGovern um hvernig má bæta vefaðstoð og hjálpa notendum aðvera sjálfbjarga. Eins og oft áður felst lykillinn að hans mati í því að hætta að einblína á tæknina og einbeita sér þess í stað að fólkinu – eða notendum. Galdurinn felst ekki í nýrri eða bættri tækni heldur í stjórnun og umsýslu, eða að greina helstu aðgerðir notenda. Lestu greinina hér.
Jafnvægi vinnu og einkalífs
Ryan Carson skrifar sniðugan pistil um mikilvægi þess að huga að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Hann gefur góð ráð í því samhengi sem fylgja hér.
Stöðugar umbætur
Í nýjum pistli fjallar Gerry McGovern um mikilvægi þess að vinna stöðugt að því að bæta mikilvægustu aðgerðir notenda (e. top tasks). Það er í raun miklu betri leið en að fara út í miklar breytingar og endurhönnun. Skv. Gerry skila stöðugar umbætur raunverulegum verðmætum á meðan endurhönnun eða algjör yfirhalning geri það sjaldnast.
Sannleikurinn um skrun
Rákumst á skemmtilegar pælingar um lengd á vefsíðum og hvernig má fá notendur til að skruna. Lengi hefur verið talað um að vefsíður megi ekki vera of langar og mikil áhersla lögð á það sem sést í á skjánum án skruns (e. above the fold). Hér koma fram aðrar hugmyndir um það hversu mikið notendur eru til í að skruna. Pistillinn er frá Conversion Rate Experts og má lesa hér.
Nýjungar og kunnugleiki
Það er mikilvægt að huga bæði að nýjungum og því að ganga ekki of langt frá því sem notandinn þekkir þegar verið er að hanna nýja vefi, farsímalausnir eða hvaða hugbúnað sem er. Nýjungar eru mikilvægar í allri þróun en að sama skapi mikilvægt að huga vel að upplifun notenda og notendavæni. Hér er pistill frá Webcredibles um þessa fínu línu.
Notendavæni er lykillinn
Eins og svo oft áður hittir Gerry McGovern naglann á höfuðið í nýjum pistli um mikilvægi notendavæni. Hér heldur hann því fram að stjórnendur hafi lítinn skilning á leit, efni og nytsemi. Lykillinn að góðum árangri og það sem gefur gott forskot er einfalt og skýrt viðmót. Lesið greinina hér.
Leiðir til að einfalda innskráningu
Rákumst á þessa samantekt um 8 leiðir til að einfalda innskráningu á vefjum. Allt atriði sem vert er að hafa bak við eyrað þegar innskráningarferli er hannað. Kíktu á greinina.
Í framhaldi má líka benda á samantekt um leiðir til að einfalda skráningu.
Usability Body of Knowledge
Við rákumst á áhugavert verkefni á vegum The Usability Professionals’ Association (UPA). Um er að ræða fræðsluvef um nytsemi (e. usability). Um er að ræða fyrstu drög en verkefnið er enn í vnnslu og miðar að því að safna saman efni sem til er og hefur verið gefið út. Lagt er upp með að útkoman verði handbók um nytsemi og þær aðferðir sem notaðar eru. Vefurinn eða handbókin verður svo í stöðguri þróun samhliða þróun í faginu. Skoða má vefinn hér.
Námskeið með Opna háskólanum
Opni háskólinn í HR kynnir nýtt hagnýtt lengra nám: Viðskipti um vefinn. Námið er 45 klst. þverfaglegt nám um viðskiptahætti á netinu, sem byggir m.a. á vinnu nemenda með eigin verkefni eða viðskiptahugmynd. Þátttakendur fá faglega leiðsögn og stuðning fræðimanna, gestakennara úr atvinnulífinu og annarra sérfræðinga. Námið er fjölbreytt og hagnýtt og gefur innsýn í tæknilega, markaðslega og rekstrarlega þætti í farsælum viðskiptum um vefinn. Sjá kemur að skipulagningu og kennslu á hluta námskeiðsins.
Íslensku vefverðlaunin – vinningsvefirnir
Uppskeruhátíð íslenska vefgeirans er afstaðin en Íslensku vefverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á föstudaginn var í tíunda sinn. Veitt voru verðlaun í samtals 11 flokkum en yfir 100 tilnefningar til verðlaunanna bárust að þessu sinni. Simon Collison afhenti verðlaunin við athöfn sem haldin var í Tjarnarbíói.
Sigurvegarar kvöldsins voru margir en Meniga.is var valinn besti íslenski vefurinn og vefurinn CafeSigrún.com sem stendur okkur Sjá-liðum nærri var valin sá besti í flokkinum Bestu blogg/efnistök/myndefni.
Til hamingju Sigrún og Jóhannes!