Verkefnin vantar ekki – ef við leggjum saman krafta okkar!

Á vef Hjálmars Gíslasonar má finna ýmiss konar skemmtilegar pælingar um ástandið í þjóðfélaginu í dag á mannamáli. Hjálmar er frumkvöðull og hugsar sem slíkur. Í kreppunni er nefnilega mikilvægt að búa til tækifæri, nýta þau sem fyrir eru og vinna saman að því að búa til verðmæti. Segja má að samlegðaráhrif skipti hér öllu máli því nýta mætti ónýtta krafta forritara eða vefhönnuða til þess að bæta vefi og vefkerfi. Hvernig væri að slá þessum kröftum saman? Hjálmar rekur skemmtilegar hugmyndir á síðu sinni sem við við hvetjum ykkur til að lesa enda eiga þær fullt erindi til okkar.


Ráðstefna og Vefverðlaunin

Skráning er nú í fullum gangi á Veflausnir, ráðstefnu SVEF um vefmál sem verður haldin í dag, föstudaginn 30. janúar kl. 14 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Ráðstefnan er haldin í tengslum við Íslensku vefverðlaunin 2008 en verðlaunaathöfn mun fara fram að lokinni ráðstefnunni. Við hvetjum alla til að mæta á fróðlega ráðstefnu og auðvitað verðlaunaafhendinguna líka! Ókeypis er á ráðstefnuna fyrir félagsmenn SVEF.

Continue reading


10 bestu innri vefirnir 2009 að mati Jakob Nielsen og SJÁ á hlut að máli í einum þeirra!

Innri vefir eru alltaf að verða betri, stærð teymanna sem við þá vinna stækkuðu um 12% á árinu 2008 og meira fé er lagt í innri vefina en áður hafði verið gert. Meðalfjöldi starfsmanna sem höfðu umsjón með innri vefjum voru 6 starfsmenn árið 2001 en eru um 14 nú 8 árum síðar.  Þetta kemur fram í nýjustu grein Jakobs Nielsen um bestu innri vefina 2009 (úttektin er framkvæmd 2008 og er alþjóðleg). Svo skemmtilega vill til að SJÁ kom að mótun og uppbyggingu eins af vefjunum í verðlaunasæti þetta árið.
Continue reading