Í nýrri grein á vef Smashing Magazine eru skemmtilegar pælingar um breytt hlutverk notenda þegar kemur að vefjum og þá þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár. Í mörgum tilfellum eru notendur nú meiri þátttakendur í þróun en áður var, þegar vefhönnuðir eða eigendur vefja voru þeir sem einir réðu ferðinni. Skemmtileg lesning.
15 ómissandi bókamerki
Við rákumst á áhugaverða samantekt fyrir á vefnum Web Resources Depot. Þar eru tekin saman 15 áhugaverð og ómissandi bókamerki fyrir vefara og vefhönnuði. Bókamerki eru frábær leið til að spara sér tíma, ef um er að ræða upplýsingar sem maður þarf oft að leita í. Aðeins einn smellur og málið leyst.
Smelltu hér til að lesa samantektina.
Stutt í Iceweb 2010
Ekki verður of oft minnt á þennan stórviðburð. Ráðstefnan Iceweb 2010 verður haldin 7.-8. október nk. Frábærir fyrirlesarar og mjög áhugaverðar vinnustofur í boði. Sjá má nánari upplýisngar á vef ráðstefnunnar. Ekki missa af þessu.
Skýrsla Hagstofu um notkun á tölvum og neti 2010
Út er komin skýrsla Hagstofunnar Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti 2010. Áhugavert er að glugga í niðurstöður og bera saman við fyrri ár. Árið 2010 voru tölvur með nettengingu á yfir 90% heimila landsins. Tölvu- og netnotkun er einnig mjög almenn en 96% íbúa á aldrinum 16-74 ára höfðu notað tölvu síðustu 3 mánuði fyrir rannsóknina og 95% höfðu tengst netinu. Mikil aukning er í notkun farsíma um 3G kerfi til að fara á netið frá fyrra ári og er nú tæplega 25%. Um helmingur landsmanna á sama aldursbili hafði jafnframt verslað á netinu en það er lítilleg aukning frá fyrra ári. Notkun netbanka er einnig mjög víðtæk eða ríflega 80% notenda. 70% höfðu notað samskiptasíður eins og Facebook og Twitter. Nær allir skoða jafnframt vefútgáfur fjölmiðlanna. Hægt er að skoða samantekt úr skýrslunni á vef Hagstofunnar.
Norræn ráðstefna um samskipti manns og tölvu – NordiCHI
Ráðstefnan NordiCHI 2010, verður haldin á Hilton hótelinu í Reykjavík dagana 18. – 20. október 2010, undir yfirskriftinni: „Extending boundaries“. Þetta er sjötta NordiCHI ráðstefnan um samskipti manns og tölvu og er nú haldin í fyrsta skipti á Íslandi.
Þriðjudaginn 19. Október, frá 9:00 – 16:30, er sérsniðin dagskrá að þörfum atvinnulífsins.
Gagnleg usability tips
Flestir geta verið sammála um það að nytsemi vefja (e. usability) skipti máli. Það er lykilatriði að notendur upplifi vefinn á jákvæðan hátt. Að baki liggja margra ára rannsóknir á hegðun og upplifun notenda, sem gera okkur kleift að gera betri vefi í dag.
Smashing Magazine birti á dögunum 10 gagnleg usability tips. Við hjá Sjá erum sannarlega sammála því sem þar kemur fram. Kíkið á greinina hér.
Sjá og HR kynna námskeið í vefstjórnun
Í nútímasamfélagi skiptir miklu máli fyrir fyrirtæki að vera með góða og sýnilega heimasíðu. Á námskeiðinu er farið er yfir allt þeð helsta sem er að gerast í vefmálum í dag, nýjar aðferðir og hvað er að skila bestum árangri. Farið er m.a. yfir grafíska hönnun, verkefnastjórnun (Agile aðferðafræðin), innihald vefja, aðgengismál vefja, nytsemi og öryggi. Mikilvægt er að vefstjórarar hafi góða yfirsýn og þekki allt það helsta sem er að gerast í vefmálum og hvaða aðferðir eru að skila góðum árangri.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái góðri yfirsýn yfir hvaða þáttum vefstjórar þurfa að sinna í starfi sínu til að ná árangri.
Bad Usability Calendar – Ágúst 2010
Vefurinn Bad Usability Calendar er með skemmtilegt innleg í umræðu um nytsemi vefja. Mánaðarlegir pistlar fjalla um atriði sem vert er að huga að þegar kemur að því að halda úti vef sem er nytsamur og notendavænn. Hér má sjá ágúst-færsluna sem fjallar um mikilvægi þess að hugað sé að því að skrifa á réttan hátt fyrir vefinn. Draga þarf fram aðalatriðin fyrst og allur texti þarf að vera hnitmiðaður. Við byrjum að lesa efst á síðunni og færum okkur niður en athyglin skerðist um leið. Áhugaverð lesning og gagnleg.
Iceweb 2010
Samtök vefiðnaðarins standa fyrir ráðstefnunni Iceweb 2010 dagana 7.-8. október nk. Eins og áður er um að ræða spennandi viðburð í vefheiminum. Frábærir fyrirlesar munu stíga á stokk, bæði með fyrirlestrum og eins workshoppum. Hér er um að ræða viðburð sem ekki má missa af.
Kíkið á vef ráðstefnunnar – http://icewebconference.com/
World Usability Day 2010
Nú styttist í dag nytseminnar eða World Usability Day 2010. Í ár verður dagurinn helgaður samskiptum og er haldinn þann 11. nóvember 2010. Elizabeth Rosenzweig, stofnandi World Usability Day, segir að daginum sé ætlað að auka vitund um og skilning á hönnun, vörum og þjónustu sem auðvelda samskipti í heiminum.
Hægt er að lesa meira um framtakið á vefnum www. worldusabilityday.org.