Vefur Borgarbókasafnsins – www.borgarbokasafn.is – hefur nú fengið aðgengisvottun Sjá og Öryrkjabandalags Íslands. Vefurinn er vottaður um Forgang I, sem er lágmarkskrafa sem gerð er varðandi aðgengi fatlaðra að vefjum. Nánari upplýsingar um aðgengisvottanir má finna hér. Vottun Sjá og Öryrkjabandalagsins felur í sér skuldbindingu fyrirtækis eða stofnunar til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Vefur er „aðgengilegur“ ef allir notendur hafa aðgang að og geta notað efni vefjarins óháð fötlun eða getu.
Category: Forsíða
Opnað fyrir tilnefningar til vefverðlauna
Opnað hefur verið fyrir tilnefningar vefja til Íslensku vefverðlaunanna 2010. Opið verður fyrir tilnefingar til 25. janúar 2011. Veitt verða verðlaun í 7 flokkum og veitir dómnefnd þar að auki verðlaun í 3 sérstökum flokkum. Sjá nánari upplýsingar um verðlaunaflokkana hér. Athugið að enn er opið fyrir tilnefningar í dómnefndina, en það varður opið til 16. janúar nk. Verðlaunafhending sjálf mun fara fram í Tjarnarbíói við Tjarnargötu í Reykjavík þann 4. febrúar kl. 17.00.
Vefverðlaunin – dómnefnd
Undirbúningur vegna Íslensku vefverðlaunanna 2010 standa nú yfir. Samtök vefiðnaðarins leita nú eftir vefsérfræðingum til að taka að sér sæti í dómnefndinni í ár. Tekið er við tilnefningum til 16. janúar. Sjá nánar á vef SVEF – og tilnefna í dómnefnd.
Bestu innri vefirnir 2011
Jakob Nielsen tekur enn saman bestu innri vefi ársins. Ýmislegt áhugavert kemur fram í þessar árlegu úttekt hans auk upptalningar á vinningshöfum ársins. T.d. hafa um 60% vinningshafa einnig ‘mobile’ innri vef en á síðasta ári voru það 30% vinningshafanna. Skoðið pistilinn hans hér.
Ekki hlusta á notendur – fylgist með þeim
Gerry McGovern fjallar um prófanir með notendum í vikulegum pistli sínum. Hann veltir fyrir sér spurninginni hvers vegna er mikilvægt að fylgjast með notendum frekar en að hlusta á þá. Smellið hér til að lesa pistilinn.
Frábært skjáskotstól
Við rákumst á þetta frábæra skjáskotstól um daginn og langar til að benda á það. Um er að ræða viðbót við Chrome vafrann. Hér má skoða nánari upplýsingar um tólið.
Dagur nytsemi í dag
Word Usability Day 2010 er haldinn hátíðlegur í dag.
Margt skemmtilegt er að gerast að því tilefni víðsvegar um heiminn, en hægt er að skoða það sem í boði er á vefnum www.worldusabilityday.org.
Til hamingju með daginn!
Webcredible spáir fyrir um trendin í á næsta ári
Breska fyrirtækið Webcredibles gefur út skemmtilegt fréttabréf þar sem ýmislegt skemmtilegt er reifað í tengslum við vefgeirann. Nú hafa þau tekið saman spá um hvert leiðir liggja á næsti ári í tengslum við verslun og viðskipti á netinu.
Þau taka saman fjögur trend sem þau telja að verði allsráðandi 2011. Lesið greinina hér.
SAR Weather
Sjá tók þátt í mjög skemmtilegu verkefni sem nú hefur verið hleypt af stokkunum – SAR Weather. Aðkoma Sjá snerist fyrst og fremst um notendaviðmótið, en við framkvæmdum prófanir með notendum. Við unnum með snillingunum hjá Reiknistofu í veðurfræði og IO í því að gera notendaviðmótið sem viðmótsþýðast.
SAR Weather snýst um að gefa góða veðurspá hratt og örugglega í gegnum vefviðmót og sérstaklega fyrir björgunar- og leitarstarf þar sem hver mínúta skiptir máli.
Óþekkti vefhönnuðurinn
Í nýrri grein á vef Smashing Magazine eru skemmtilegar pælingar um breytt hlutverk notenda þegar kemur að vefjum og þá þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár. Í mörgum tilfellum eru notendur nú meiri þátttakendur í þróun en áður var, þegar vefhönnuðir eða eigendur vefja voru þeir sem einir réðu ferðinni. Skemmtileg lesning.