World Usability Day 2008 eða Dagur notendavæni verður haldinn hátíðlega víða um heim í dag. Þó engar séu skrúðgöngurnar er samt margt hægt að sjá og gera í tilefni dagsins en margar borgir hafa einhvers konar uppákomur eða ráðstefnur til að marka daginn. Hér á Íslandi er ekki úr vegi að skreppa á Iceweb ráðstefnuna sem haldin er í dag og á morgun! Ekki amalegt að geta kíkt á flotta fyrirlesara rétt við bæjardyrnar!
Vefur Tollstjórans í Reykjavík vottaður
Nýlega var vefur Tollstjórans í Reykjavík vottaður aðgengilegur af SJÁ og Öryrkjabandalagi Íslands. Fékk vefurinn vottun um forgang 1 og 2. Vottun um forgang 1 er lágmarkskrafa sem gerð er verðandi aðgengi á vefsíðum.
Continue reading
Iceweb 2008
13. -14. nóvember 2008
SVEF, Samtök vefiðnaðarins, vilja minna á Iceweb 2008, alþjóðlega tveggja daga ráðstefnu um vefmál, 13. og 14. nóvember næstkomandi.
Tölvupóstur til viðskiptavina, mikilvægt markaðstól
Jakob Nielsen hittir nú oft naglann á höfuðið þó ekki séu alltaf allir sammála honum eða aðferðarfræði hans. Í nýjasta fréttabréfi sínu birti hann grein um tölvupósta en oft er litið fram hjá þessu einfalda samskiptaformi og tæki til markaðssetningar.
Könnun á notkun evrópskra barna á Netinu
Bresk börn eru þau sem eru í hvað mestri hættu þegar þau nota Internetið samkvæmt rannsókn á Nethegðun barna í Evrópu en niðurstöður hennar birtust í skýrslu sem kom út 26. september síðastliðinn.
Continue reading
Dauði talhólfsins
Nú geta Bretar fengið talhólfsskilaboð sem textaskilaboð en fyrirtækið VoxSciences hefur meðal annars verið að kynna þessa nýjung.
Vefir í ólgusjó
Margir eru í sparnaðarhugleiðingum þessa dagana og ekki undarlegt að svo hátti miðað við aðstæður sem nú ríkja. Fréttir af uppsögnum berast að okkur víða sem er auðvitað afar leitt. Sum fyrirtæki hafa m.a. þurft að fækka starfsmönnum úr vefdeild og getur þá skapast óvissa með framtíð vefjarins sem og næstu skref fyrir þá aðila sem við honum taka.
Opin gögn
Nýlega var vefsvæðið Opin gögn tekið í notkun og verður áhugavert að fylgjast með því í framtíðinni enda hugmyndin um opin gögn verið þó nokkuð í umræðunni.
Innihaldslaust efni kæfir leitarvélar
Kraðak upplýsinga á vefjum er umfjöllunarefni sem lengi hefur verið eins og „Bleiki fíllinn“ í herberginu þ.e. allir vita af en enginn vill viðurkenna. Eins og fram kom á vef Giraffe fyrir stuttu hefur Andrew Leung, tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Kaliforníu skoðað málið ítarlega, en m.a. gerði hann rannsókn á stórum gagnasöfnum yfir þriggja mánaða tímabil og fékk afar áhugaverðar niðurstöður:
Glataðar vefsíður?
Á rápi um vefheima má oft rekast á forvitnilegar vefsíður. Ein af þeim er Webpages that suck (Ömurlegar vefsíður) og eins og af nafninu má sjá er þar á ferðinni vefsíða sem tekur fyrir allar syndir vondrar vefsíðu.